Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið
Blackstone heinsisettið

Blackstone heinsisettið

5463EU

Til að pannan sé alltaf hrein og fín, þá er gott að nýta sér Blackstone hreinsisettið, sem einfaldar verkið.  Settið inniheldur 8 hluti, þ.e.a.s. sköfu, hreinsipúða og hreinsisteina og handföng.  Með sköfunni er fitu og matarafgöngum ýtt í raufina aftan á pönnunni og síðan er strokið yfir með hreinsisteininum og að lokum með hreinsipúðanum.  Með þessu setti er hægt að halda Blackstone pönnunni í upprunalegu ástandi - alltaf.

Lýsing

  • Skafa
  • Hreinsipúðar (3 stk.) og handfang
  • Hreinsisteinar (2 stk.) og handfang

Mælingar

  • Dýpt (cm): 8,9
  • Hæð (cm): 31,4
  • Lengd (cm): 12,7
  • Þyngd (kg): 1,1

      Á eingöngu við um stálplötur (ekki rafmagnsgrill)

      1. Hvernig undirbúa á grillplötuna?

      Til að byrja með skaltu fá þér skál af volgu sápuvatni og viskustykki til að þurrka grillpönnuna og fjarlægja ryk eða rusl. Skolar síðan plötuna og hreinsar. Þegar hún er orðin hrein þá á að hita pönnu á háum hita þar til pannan breytir um lit. Á þeim tímapunkti skaltu nota töng til að halda á pappír eða bómullarklút og dreifa 2-3 matskeiðum af matarolíu yfir pönnuborðið. Þegar þú berð olíu á pönnuna þína skaltu muna að nota þunnt og jafnt lag af olíu, því þynnra sem olíulagið er, því auðveldara verður að brenna það af. Hitinn á pönnunni mun brjóta niður olíuna og binda hana við málminn sem býr til yfirborðslag sem verndar pönnuna. Pannan er klár þegar hún hættir að reykja ef um 15 – 20 mínútur. Þetta er endurtekið 3-4 sinnum til að fá gott yfirborðslag. Til að hyndra að maturinn festist og til að viðhalda plötunni er gott og smyrja það fyrir og eftir hverja notkun. Eftir því sem yfirborðalagið stækkar, því betra verður pannan.

      Mundu að grillplatan þín er úr stáli. Ef þörf krefur er auðvelt að vinna plötuna upp aftur og aftur.

      Hér má einnig sjá myndband með ferlinu.

      2. Hvað á að gera eftir eldun og fyrir næstu notkun?

      Áður en eldað er skaltu þurrka mjög þunnt lag af matarolíu á hana. Eftir að búið er að elda og platan hreinsuð skaltu bæta mjög þunnu lagi af Blackstone's Seasoning & Conditioner eða matarolíu á pönnu þína og dreifa henni með pappírsþurrku eða bómullarklút. Þetta mun vernda hana og undirbúa fyrir næsta skipti.

      3. Hvaða olíu er best að nota?

      Eftir margra ára prófanir og eldamennsku á pönnum bjuggum við til okkar eigin blöndu. Blackstone Seasoning and Cast Iron Conditioner, steypujárnsnæringin er besta og auðveldasta leiðin til að ná stöðugum árangri. Þessi einstaka blanda af olíu sameinar það besta af mörgum mismunandi matarolíur en einnig er hægt að nota hvaða matarolíu sem er.

      4. Hvernig á að þrífa plötuna eftir notkun?

      Grillplötur líkjast steypujárni í notkun og umhirðu. Þegar þú þrífur er bara vatn, aldrei að nota sápu og klára alltaf með léttu lagi af olíu til að vernda yfirborðið.

      5. Fjarlægja þrýstiskrúfur.

      Öll Blackstone pönnugrillin eru EU vottuð (bæði fyrir þau lönd sem nota 50 mbar og 20-30/37 mbar).

      Til að fá sem mestan hita á grillið þá þarf að fjarlægja þrýstiskrúfur frá brennurunum þar sem Ísland fellur undir þau lönd sem nota lægri þrýsting).

      Hægt er að gera það með einföldum hætti um leið og grillið er sett saman - sjá leiðbeiningarmyndband hér: 

      Hvernig á að fjarlægja þrýstiskrúfur:

      1. Tekur 5-10 mínútur 
      2. Skrúfjárn sem passar fyrir skrúfurnar.

      Öfugur skrúgangur - þannig að losa skrúfurnar með því að snúa skrúfjárninu til hægri

      Skoðaðu einnig


      Nýlega skoðað